Mamma mín og ég erum ALLTAF að rífast

228

Hæ, er 14 ára stelpa og mamma mín og ég erum ALLTAF að rífast. Okkur bara getur ekki komið saman, þaðer alltaf eitthvað. Hún hefur mikið skap og er gjörn á að misskilja hlutina, ég er líka með skap en þetta gengur bara ekki. Við erum búin að vera með „fjölskyldufundi“ en það fer alltaf allt í sama farið aftur.
Hvað er hægt að gera?

Það er erfitt að breyta öðrum.  Það eina sem þú getur gert er að skoða hvort þú getir brugðist öðruvísi við.  Gæti þú til dæmis rætt þetta við mömmu þína þegar þið eruð báðar í góðu skapi.  Það er kannski það sem þú hefur gert á „fjölslyldufundinum“..  Annars ráðlegg ég þér að vinna með sjálfa þig.  Vertu með ákveðið plan þegar þú finnur að hlutirnir eru að fara úr böndunum.  Segja til dæmis „ég vil ekki rífast og ræðum þetta síðar“.    Passa þig á hvernig þú orðar þínar skoðanir, passa að segja „mér líður …“ eða „það særir mig þegar…“  í staðinn fyrir að ásaka og segja þú gerir alltaf svona og svona eða þú segir alltaf..  Passa sig á því að alhæfa ekki því það er uppskrift að rifrildi.  Frekar að segja þegar þú segir svona þá líður mér svona.  Vona þú skiljir hvað ég er að meina.  Kannski lærir mamma þín eitthvað á þessu líka.  Ég er viss um að þið viljið ekki særa hvor aðra.  Það gæti því hálpað að segja í einlægni frá hvernig það lætur þér líða í stað þess að rífast, ásaka eða alhæfa.

Endilega skrifaðu aftur ef þetta er ekki að hjálpa.  Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar