Mér blæðir við samfarir.

  374

  Mér blæðir eftir samfarir. enginn sársauki eða neitt bara blóð. Ég er á miðju pilluspjaldi en mér blæðir bara einum blóðpolli eftir og svo ekkert meir. En þetta gerist í hvert skipti sem ég hef samfarir núna kannski nokkra daga í röð. Þetta er alveg smá pirrandi. Hvað á ég að gera?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það getur verið að það hafi myndast einhver rifa sem getur verið að rifna aftur upp við núninginn og er þá ekkert endilega þannig að þú finnir fyrir því, gæti komið út sem kláðatilfinning eða bara að þú finnir ekkert fyrir því. Einnig gætu þessar blæðingar tengst milliblæðingum (sem geta verið algengar þegar man er á pillunni) eða jafnvel verið orsök af viðkvæmum leghálsi. Sumar konur eru með viðkvæman legháls og eru þá að lenda í því að þeim blæðir eftir samfarir.

  Þetta er að öllum líkindum ekki neitt til að hafa áhyggjur af en til að ganga úr skugga um að svo sé mælum við með að þú bókir tíma hjá þínum heimilslækni eða leitir til kvensjúkdómalæknis.

  Gangi þér sem allra best.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar