Mér langar í stelpu sem vill besta vin minn

    69

    Ég er búinn að vera hrifinn af stelpu í mjög langan tíma og fyrir stuttu byrjaði hun að hanga með mer og vinum minum. Eg sá þetta sem tækifæri til þess að verða aðeins nánari henni og kannski byrja eitthvað en það for ekki alveg svoleiðis. Hun byrjaði að fyla besta vin minn i staðinn. Eru þið með einhver ráð til þess að komast yfir þetta? Mér langar í ekkert annað en gott fyrir þau, en að sjá eða heyra um þau saman gerir mig galinn.

    Hæ og takk fyrir spurninguna.

    Það besta sem þú getur gert er að tala um þessar tilfinningar við einhvern nákominn þér svo þú getir komist yfir þær. Það ættu flestir að geta tengt við þær aðstæður að vera skotinn í annarri manneskju og kannski með góð ráð eða dæmi sem þau nýttu sér til að komast yfir svona tímabil.
    Ef þér finnst erfitt að vera í kringum þau þá er stundum gott að fá smá fjarlægð til þess að setja ekki alla einbeitinguna í það hvað þér finnst þessar aðstæður vera erfiðar.
    Einnig er líka gott að afvegaleiða hugann með því að kíkja í ræktina, búa til tónlist eða taka til heima hjá þér sem dæmi.

    Gangi þér vel,
    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar