Mig langar að fá athygli hans og kynnast honum

368

Hæ hæ

Mig langaði að segja hvað þessi síða er hjálpleg og frábær.

En ég er 15 ára og er mjög hrifin af strák en hann þekkir mig eiginlega ekkert en mig langar mjög mikið að fá hans athygli og kynnast honum en ég veit ekki hvernig af því að það væri svo vandræðalegt.
Hvað get ég gert?

Takk fyrir falleg orð um okkur

Þetta er pínu erfið spurning hjá þér.  Hmmm.  Nú þekki ég ykkur ekki neitt, en mér finnst alls ekki vandræðalegt að langa að kynnast nýjum vinum.  Þú getur kannski reynt að hugsa það þannig.

Er eitthvað sem þið eigið sameiginlegt?  Sameiginlega vini, íþróttir, eitthvað sem er að gerast í skólanum?   Reyna að finna einhvern grunn sem getur brotið ísinn og þú byrjað að spjalla við hann.  Mögleiki að senda honum línu á snap?  Eitthvað sem þú heldur að hann hefði áhuga á?

Ef þú þorir er náttúrulega snilld ef þú hrósar honum, lætur hann beint vita að þú hafir áhuga á að kynnast honum.  Allir elska að fá hrós og þannig færðu strax athygli.

Hvað er það versta sem gæti gerst?  Að hann myndi hafna þér?  Þá veit hann samt amk. að þú sért til!

Önnur leið er að bjóða í einhvern hitting, bjóða nokkrum og hafa hann og einhverja vini með?

Eins og ég nefndi, nú þekki ég ekki þig og þínar aðstæður.  En ég ráðlegg þér að komast að hvað þið gætuð átt sameiginlegt og byrja þar.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar