Hæhæ er 18 ára og langar að gefa egg úr mér en veit ekki hvort að það sé eitthvað annað aldurstakmark en 18?
Hæ
Hérlendis held ég að miðað sé við aldurinn 20-35 ára. Ég get þó ekki fundið neinar upplýsingar um ástæðu þess að ekki mætti gefa egg 18 ára. Í þeim upplýsingum sem ég fann um málið þá er ráðlagt að konur séu yfir tvítugt og helst búnar að eignast barn sjálfar. Ég get þó ekki séð að það sé bannað að gefa þó konan sé yngri eða barnlaus.
Þú getur haft samband við IVF Klíníkin Reykjavík til að fá upplýsingar um þetta. 430-4000 er símanúmerið þar, en stöðin er lokuð í júlímánuði þannig að þú verður að bíða fram í ágúst með að hringja. Gætir líka sent þeim fyrirspurn á netfangið reykjavik@ivfklinikin.is
Þú finnur upplýsingar um efnið hér: http://ivfklinikin.is/kynfrumugjof/ad-gefa-egg/
Þú gætir einnig haft samband á Tæknifrjóvgunardeild LSH; s. 5433272 til að fá upplýsingar.
Það gæti verið að þér væri ráðlagt að bíða með þessa fallegu gjöf sem þú ert að hugsa um að gefa en endilega kynntu þér málið.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?