Mig langar að hætta með kærustunni.

323

Okei sko, ég 16 ára er búinn að vera með kærustunni minni í 7 og hálfan mánuð og við elskum hvort annað mjög mikið og skemmtum okkur saman en rífumst þó líka. Við erum næstum búin að hætta saman nokkrum sinnum en núna þá langar mig bara svo ótrúlega mikið að vera einhleypur en ég þekki hana og hún mun verða svo ótrúlega sár eins og seinustu skipti, ég get ekki hugsað um hana svo leiða því mér þykir vænt um hana en ég vill bara bera single og prófa nýja hluti og svona, hvað á ég að gera???

Sæll og takk fyrir þessa spurningu.

Þetta er ekki einföld staða sem þú lýsir. Ef þú vilt virkilega að þetta gangi upp hjá ykkur þá ráðlegg ég þér að gefa þessu séns og sjá hvernig þér líður eftir nokkra mánuði. Þú ert ungur og lífið er ekki að fara neitt.

Á hinn bóginn þá er það ekki sanngjarnt gagnvart henni að þú sért ekki af fullum hug í þessum sambandi. Auðvitað verður það sárt fyrir ykkur bæði ef þið hættið saman en það verður enn sárara ef þú dregur það á langinn. Stundum passar fólk ekki bara saman og það er engum einum að kenna. Þú talar um að þú viljir prófa nýja hluti og vera einhleypur, það er alveg skiljanlegt hjá ungu fólki. En ef þú heldur áfram í sambandi og heldur kannski framhjá kærustunni þinni þá verður það margfalt sárara fyrir hana en að þú hættir með henni.

Þú þarft fyrst og fremst að finna það hjá sjálfum þér hvað þú vilt gera. Ekki fresta hlutum því þá verður þetta enn verra. Stundum þurfa erfið samtöl að eiga sér stað en öllum líður miklu betur eftir á.

 

Gangi þér rosalega vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar