mig vantar áfallahjálp

    524

    Ég er 17 ára og vantar áfallahjálpútaf nauðgun hvert get eg leitað

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Neyðarmóttaka Landspítalans býður upp á mjög góða þjónustu fyrir alla sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Sálrænan stuðning, læknisaðstoð, viðtal við lögmann/réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki og eftirfylgni. Sálfræðingur/ráðgjafi neyðarmóttökunnar tilkynnir til barnaverndaryfirvalda öll mál þar sem brotaþoli er innan 18 ára aldurs. Barnavernd sér um eftirfylgd mála barna innan 18 ára aldurs í samvinnu við neyðarmóttöku.

    Öll þjónustan er þér að kostnaðarlausu og er opin allan sólarhringinn (s. 543-1000).

    Áfallamiðstöð Landspítalans: Þjónustan stendur öllum til boða. Þeir sem hafa verið beittir kynferðisofbeldi geta leitað sér aðstoðar, fengið ráðgjöf og stuðning eða sótt sér læknismeðferð. Best er að hringja fyrst og biðja um þjónustu hjá Neyðarmóttökunni (543-2085).

    Einnig er hægt að hafa beint samband við Barnavernd sem mögulega vísar þér til Stígamóta sem er þjónusta fyrir konur (18 ára og eldri) sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi.

    Ef þú ferð beint til Stígamóta ber þeim einnig skylda að tilkynna brotið til Barnaverndar hjá þeim sem ekki hafa náð 18 ára aldri.

    Svo ætti sálfræðiþjónusta og áfallahjálp að vera í boði á öllum helstu Heilsugæslum.

    Gangi þér rosa vel í batanum.

    Mbk.

    Áttavitinn ráðgjöf.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar