Allt í lagi, ég hef verið að velta fyrir mér hversu mikil sjálfsfróun er of mikil. Ég held að ég gæti verið háður sjálfsfróun og er að gera það sirka 1-3 á dag og er svona 70% viss um að ég sé hægt og bítandi að drepa á mér typpið. Er eitthvað sem heitir „of mikil sjálfsfróun“?
Hæ hæ
Að stunda sjálfsfróun er bara heilbrigt kynlíf, kennir þér inná líkamann á þér og hvað veitir þér unnun. Það að fróa sér oft á dag er ekkert óheilbrigðara heldur en annað og það er ekki hættulegt. Eina sem er, þegar fólk er farið að fróa sér mörgum sinnum á dag þá verður það óhjákvæmlega mikið þreytt, og dagurinn getur nýst illa. Líffræðilega er þetta hvorki hættulegt né skaðlegt, eins lengi og þér líður vel þá ertu í góðum gír og ekkert að óttast. Þú ert alls ekki að drepa typpið á þér svo ekki hafa áhyggjur af því. Á meðan þú ert að njóta þess og fjöldi skipta er ekki að hafa einhver neikvæð áhrif á líf þitt þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur af þessu.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?