Mikill hárvöxtur, hvað er til ráða?

511

Hæ,
Eg er með gjöf mikið af hárum t.d. a fótunum, undir. Höndum, efri vör o.fl. Er i 8.bekk og hef alveg rakað fótleggina og undir hendurnar en þau koma alltaf eftir svona sólarhring eða fyrr. Er eitthvað hægt að gera? Og lika þegar eg raka fætur ár fer eg bara upp að hnjám en er með lika með Mjög mikið af dökkum hárum a lærunum bara eins og fyrir neðan hjé

 

 

Það er ágætt að fara á snyrtistofu og láta fjarlægja hárin með vaxi, þannig eru þau tekin upp frá rót og eru þess vegna lengur að vaxa upp en þegar þau eru skorin við húðina.Til að sem bestur árangur náist í  vaxmeðferð verða hárin að vera orðin a.m.k. 3 mm. og það getur verið erfitt að safna en það borgar sig samt. Þegar hárin eru rifin upp hefur þegar  myndast nýtt hár í hárpokanum og það fer eftir því á hvaða stigi nýja hárið er  hvenær það kemur upp.Krem sem hægir á hárvextinum, lýsir hárin og  gerir þau fíngerðari er æskilegt að nota eftir vax. Þessi krem eru mjög virk og árangurinn meðferðar miklu meiri, þau eru notuð daglega í 2-7 daga. Þú getur líka vaxað þig sjálf heima því ýmsar tegundir að vaxi fást í verslunum og apótekum en ég ráðlegg þér samt að láta fagmanneskju sjá um það í fyrsta skipti. 

Ég myndi ráðleggja þér að raka alls ekki hárin á lærunum þar sem það getur verið mjög óþægilegt að fá brodda á lærin þegar hárin eru að vaxa aftur.  Ef þér finnst þú mikið loðin á lærunum þá skaltu heldur fá tíma hjá snyrtifræðingi og fara í vax.  Eftir að hár hafa verið fjarlægð með vaxi og eru að vaxa út að nýju þá eru þau miklu mýkri heldur en eftir rakstur og það koma ekki svona harðir broddar.  Ég efast þó reyndar um að það sé nauðsynlegt hjá þér að raka eða vaxa hárin á lærunum, oftast er hárvöxtur þar ekki það mikill.

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar