Sæl
Það kom svo til að það er vika síðan ég var á blæðingum og á seinasta deginum stundaði ég og kæristinn kynlíf og tókum eftir að það væri blóð. þannig eg fór inn a klósett þá var þetta mjög bleikar blæðingar og alls ekki of mikið nema núna er ég með eins og túrverki nema mjög litla. Hvað skildi vera að? Þetta hefur aldrei gerst hjá mér áður.
Hæ
Það er erfitt að segja hvað sé að valda blæðingum. Samfarir geta valdið því að smá sár koma í leggöng eða losnar um blæðingu sem er í leginu. Það er ekkert hættulegt við það. Blæðingarnar hafa líklega virst bleikar þar sem útferð og/eða sæði hefur verið í bland við blóðið. Þetta er líklega alveg saklaust og ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Breytingar og blæðingum og vægir túrverkir geta þó verið einkenni óléttu og því ráðlegg ég þér að taka þungunarpróf til að athuga hvort það sé að valda þessum einkennum. Það er sérstaklega mikilvægt ef þú ert ekki að nota getnaðarvörn. Ef þungunarprófið er neikvætt þá skaltu bara sjá til hvort verkirnir hverfa ekki á nokkrum dögum og hvort blæðingarnar séu eðlilegar næst. Velkomið að skrifa aftur ef vilt spyrja frekar.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?