HæHæ,
Ég er nýbúin að missa eina kisu mína sem lést núna nýlega og mér finnst eins og það hefur eitthver stingt í hjartað mitt því að kisan mín var mér svo kær og var svo hjartagóður. Mér finnst eins og ég veit ekki alveg hvað ég vill gera til að halda áfram án hans og líður bara eins og allt sé öðrvísi án hans og ég er ekki eins glaður án hans og þegar hann var með mér.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Við samhryggjumst þér innilega. Það er alltaf erfitt að missa góðan vin.
Það er fullkomlega eðlilegt að finna þessar tilfinningar sem þú ert að finna fyrir og er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að syrgja. Gæludýr eru nefnilega partur af fjölskyldunni og vinir okkar. Það getur verið álíka erfitt að missa gæludýr eins og að missa nákominn ættingja. Sumum getur þótt það skrítið að við syrgjum dýrin okkar en þá er það oftast fólk sem hefur ekki alist upp með dýrum eða hefur ekki upplifað þá skilyrðislausu ást sem gæludýrin bera til eigenda sinna og við til þeirra.
Það getur verið gott að hugga sig við þá staðreynd að það að þér líði illa yfir því að hafa misst köttinn þinn þýðir að þið áttuð gott samband og góðar upplifanir saman. Það eitt og sér er fallegt og ekki sjálfsagt.
Sorgarferlið tekur tíma og dýrin manns og vinir munu fylgja manni alla ævi í minningunni, man jafnar sig kannski aldrei alveg að fullu en það mun birta til.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?