Möguleiki á smiti eða sveppasýking

279

Ég svaf hjá stelpu fyrir ca 3 dögum, ég hef aldrei fengið kynsjúkdóm og hún segist aldrei hafa fengið það heldur. Hún sagði að hún fór nýlega í tjékk. Ég hef fengið sveppasýkingu og hún heldur að það sé málið og þetta er svipað (sviði undir forhúð), spurningin er: getur verið að það komi glær slímkenndur vökvi úr tippinu þegar það er sveppasýking? Einhverstaðar las ég að ef maður sefur hjá stelpu með klamedíu þá eru 30% líkur á að strákurinn smitist, er það rétt.

Það er erfitt að segja til um líkurnar á smiti það er margt sem spilar þar inn, þannig að þessar 30% líkur sem þú nefnir er ekki hægt að miða við því miður. 

Það er alveg séns að þessi útferð, glær eða hvít sé vegna sveppasýkingar.  En ef það er séns á smiti þá verður þú að fara í tékk.  Þú getur haft samband við heilsugæsluna í þínu hverfi eða bæjarfélagi og fengið viðtal við hjúkrunarfræðing eða lækni.  Svo þarftu að skila inn þvagprufu og færð svo símatíma til að fá svarið.  Betra að vera viss.

Ef prófið er neikvætt og sveppasýking er líkleg þá verðið þið bæði að fá meðferð við því þó að annað ykkar sé einkennalaust.  Kaupið krem í apótekinu, Pevaryl, Canesten eða Daktacort.

Gangi þér vel. 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar