Mörg og rauð slit

610

Hæ, ég er 14 ára stelpa með frekar stór brjóst miða við aldur. Fyrir sirka hálfu ári byrjaði ég að fá slit á brjóstinn. Núna eru slitinn mjög mörg og þau fara allan hringinn á báðum brjóstunum, slitinn eru mjög rauð og mjög áberandi, hvað á ég að gera? Ég er orðin rosa sperhrædd út af þeim og ég get varla verið í sund topp eða brjóstarhaldara án þess að þau sjáist. Langar rosa mikið að fá svar 🙂

Því miður er lítið hægt að gera við húðsliti.  Það góða er að þau hverfa næstum með tímanum, hætta að vera rauð og verða alveg húðlituð.  Það eru ekki til krem sem að minnka slitin en góð rakakrem geta þó alltaf hjálpað eitthvað og mýkt húðina.  Það sem stjórnar þessu er húðgerðin og hormónaframleiðslan okkar, það eru auknar líkur að fá slitin þegar teygist hratt á húðinni eins og á unglingsárum, við óléttu eða ef einstaklingu þyngist hratt.

Það er mögulega hægt að fá meðferð við þessu hjá húðsjúkdómalækni, algengast er laser meðferð en það er kostnaðarsamt og ekki sniðugt að fara út í það á þínum aldri þar sem brjóstin eiga líklega enn eftir að breytast.

Það er líklegt að þér finnst slitin mun meira áberandi en öðrum finnst og á 1-2 árum verður húðin og liturinn á slitunum allt annar, miklu ljósari.  Það er líklegt að einhverjar af vinkonum þínum eigi líka eftir að upplifa að fá slit og ég vona að þú látir þetta ekki stoppa þig í að gera það sem þig langar, eins og að fara í sund eða  klæða þig eins og þú vilt.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar