Mun námskeið örugglega styrkja sjálfsmyndina mína?

247

Góðan dag! Ég er orðin mjög þreytt á því að eiga mjög fáa vini, sitja ein í tímum, eiga erfitt með að eignast nýja vini, halda fyrirlestra og bara tala við fólk yfir höfuð, svo ég skráði mig í kynningartíma á Dale Carnegie. Þar sem þetta er mjööög dýrt, 109000 kr. vil ég fá að vita hvort þetta muni alveg örugglega laga og styrkja sjálfsmyndina mína og auka glaðlyndi. Einnig er ég mjög hrædd um að þetta muni ekki gera mikið fyrir mig og þá er ég búin að sóa miklum peningi í þetta, sem ég hefði getað notað í margt annað. Mælið þið með þessu eða ætti ég að prófa eitthvað annað fyrst eins og að fara á kvíðastillandi lyf eða annað þess háttar. Ég var að byrja að lesa bók sem heitir lífsgleði njóttu sem Dale Carnegie skrifaði held ég, ætti ég fyrst að klára að lesa hana eða bara skella mér beint á þetta námskeið.

Fyrirfram þakkir ! 🙂

Hæhæ 

Það er bara frábært hjá þér að hafa skráð þig á Dale Carnegie námskeið, þau hafa hjálpað mjög mörgum og við höfum heyrt margar góðar sögur af námskeiðunum þeirra. Þú spyrð hvort þetta muni ekki alveg örugglega laga sjálfsmyndina þína og auka glaðlyndi og ég er eiginlega alveg viss um að það geti gert það ef þú vilt það sjálf og leggur þig fram við það. Það að skrá sig á námskeið gerir það ekki sjálfkrafa að allt verði í lagi, þetta er vinna sem maður þarf að vinna í sjálfum sér og ef þú vilt þetta og ert tilbúin að leggja þig fram þá er ég alveg viss um að þetta geti gert góða hluti fyrir þig.

Ef þér er búið að líða illa þá ætti peningurinn ekki að skipta neinu máli ef þú hefur hann til reiðu og sama með bókina, það skiptir engu máli hvort þú lesir hana á undan, samferða eða á eftir námskeið.

Ef þú hefur ákveðið að fara á námskeið, hoppaðu þá þangað með opin huga, tilbúin að prófa nýja hluti og fara út fyrir þægindarammana. Þeir sem virkilega vilja fá eitthvað út úr svona námskeiðum geta það auðveldlega.

Gangi þér rosalega vel! 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar