er 18 ára og ef lent of oft í því að ég annað hvort ég næ ekki að fá typpið mitt í fulla standpínu eða það að standpínan fer bara fljótlega þegar við byrjum að ríða. (held þetta sé performance anxiciety á ensku). en spurninginn mín er hvernig ég get lagað þetta og hvort þetta sé eitthvað sem ég á að hafa áhyggjur af.
Hæhæ og takk fyrir spurninguna.
Frammistöðukvíði orsakast fyrst og fremst af neikvæðum hugsunum. Kvíðinn getur bæði tengst kynlífinu sjálfu; óttinn við að standa sig ekki, ná ekki að viðhalda standpínu, eiga erfitt með að fá það, ná ekki að fullnægja makanum o.s.frv. Svo getur kvíðinn verið af allt öðrum ástæðum sem hafa ekkert með kynlíf að gera.
Ég mæli með að kíkja á greinina okkar um frammistöðu kvíða: https://attavitinn.is/sambond-og-kynlif/frammistodukvidi-i-kynlifi/
Ef það er eitthvað annað ekki hika við að hafa samband.
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?