Hææ. Ég er að spá með laun hvort að það sé eitthvað rétt í því að klára framhaldsskóla þá verða launin manns hærri en ef maður klárar það ekki, er eitthvað í því sem er nokkuð rétt?
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Vanalega hefur það ekki áhrif á launin en ef það er gerð krafa um það, eins og í starfslýsingu, og/eða klausa um það í kjarasamningum þá já. Flest störf nú til dags krefjast stúdentsprófs en ef óskað er eftir „háskólamenntun“ eða „með framhaldsmenntun á háskólastigi“ er greitt eftir því.
Mbk.
Áttavitinn Ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?