Neikvætt próf samt öll einkenni til staðar

706

Neikvætt próf samt öll einkenni til staðar, alltaf svöng alltaf að pissa ógleði þreyta Þorsti og fleira get eg verið ólétt eða eitthvað annað

Mbk ….:)

Ef þú ert bara búin að taka eitt þungunarpróf þá skaltu taka annað 2-3 dögum síðar.  Það er mögulegt að þú hafir tekið prófið það snemma að þungunarhormónið hafi ekki mælst.  Ef það er neikvætt þá getur samt verið ýmislegt að valda þessum einkennum.  Best væri hjá þér að panta tíma hjá lækni og ræða málin þar til að finna út hvað gæti verið málið.  Mögulega tengist þetta hormónum, gæti líka verið sýking, þvagfærasýking, magavírus eða annað.  Taktu annað próf, ef það er neikvætt pantaðu þér þá tíma hjá heimilislækni.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar