Neyðarpillan og óreglulegar blæðingar

895

Ég byrjaði á blæðingum 6 jan og svo stundaði ég óvarið kynlíf 13 jan og tók neyðarpilluna 14 jan, núna 21 jan er ég byrjuð a blæðingum er það eðlilegt?

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Neyðargetnaðarvörnin ruglar í tíðahringnum þannig að þú getur ekki treyst á að bæðingarnar verði á sama tíma og þær hafa verið.  Það ætti þó að komast fljótt regla á tíðarhringinn aftur. Því sem þú lýsir í spurningunni er þ.a.l. alveg eðlilegt. Þú skalt svo endilega nota getnaðarvarnir 🙂

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar