hæ, ég er með nokkrar spurningar varðandi getnaðarvarnarpilluna
1. þarf lyfseðil fyrir henni?
2. getur maður fengið lyfseðilinn hjá heimilislækni eða þarf að fara til kvensjúkdómalæknis?
3. þarf leyfi foreldra ef maður er ekki orðinn 18 ára?
fyrirfram þakkir xx
Hæ
Takk fyrir góðar spurningar:
- Já það þarf lyfseðil fyrir getnaðarvarnarpillunni.
- Já þú getur fengið lyfseðil hjá heimilislækni.
- Nei þú þarft ekki leyfi frá foreldrum.
Pantaðu þér bara tíma hjá lækni til að ræða málin, þú getur gert það með eða án foreldra.Þú átt rétt á trúnaði læknis.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?