Nokkrar spurnigar um kynlíf

1826

Hæ, Ég er 16 að verða 17 ára stelpa og hef nokkrar spurningar um kynlíf..

Er fyrsta skiptið oftast vont og blæðir oftast??

Fá konur sjaldan fullnægingu í kynlífi ef hún sér ekki um það sjálf? Þú veist bara með typpinu?

Geta strákar ekki haldið áfram eftir að þeir hafa fengið það? Ef þeir geta það er þá alltilæ að halda áfram með sæðið inní smokknum?

Er vont fyrir stráka að stunda kynlíf í fyrsta skipti?

Hvernig virkar sleipiefni? Hvernig notar maður það og Afhverju ?

Okei sorryy hvað þetta voru margar spurningar haha mig kvíður bara kind of fyrir þessu öllu haha

Hæhæ og takk fyrir þessar spurningar

 

Það er mjög eðlilegt að vera stressuð fyrir fyrsta skiptinu og flott hjá þér að reyna að afla þér upplýsinga til að vera örugg.

 

Það er algjörlega mismunandi hvernig fyrsta skiptið er hjá fólki. Það er mjög einstaklingsbundið hve mikið blæðir og hve mikið stelpur finna til. Stundum er meyjarhaftið rifið áður en stelpur stunda kynlíf. Það getur rifnað við það að  detta, við íþróttir, við notkun á túrtappa o.fl. Það getur verið vont að hafa samfarir í fyrsta skipti en það er ýmislegt sem þú getur gert til að minnka líkurnar á að það verði vont. Stundum blæðir þegar þú hefur samfarir í fyrsta skipti en alls ekki alltaf, það er ekkert til sem á við alla!

Fyrsta skipti gerist bara einu sinni og þú verður að muna það. Til að þetta gangi sem best er fyrst og fremst mikilvægt að þú sért tilbúin til þess að hafa samfarir, að þig langi mjög mikið og að þú sért með einhverjum sem þú treystir og ert örugg með. Það er best að fara sér hægt, skapa rólegar og kósí aðstæður og vera viss um að fá að vera í friði. Vera með smokk þannig að það sé ekki stress yfir kynsjúkdómum eða óléttu. Gera allt sem þú getur til að minnka stress. Því ef þú slakar vel á og nærð að verða kynferðislega æst eru miklu minni líkur á að þetta verði vont. Svo þarf að muna að þetta er eðlilegt, gaman og gott en eitthvað sem maður deilir ekki með hverjum sem er. Ef maður er með einhverjum sem maður teystir eru líklegra að við þorum að tala og segja hvað við viljum og líka líklegra að maður geti hlegið og haft gaman. Það hjálpar líka til að slaka á.

 

Fullnæging kvenna er flókið fyrirbæri og á það sama við um þetta og svarið að ofan; það er ekkert til sem á við alla! Upplifun kvenna af fullnægingu er mjög einstaklingsbundin og líklega myndu ekki allar konur lýsa því eins að fá fullnægingu.  Það sem gerist við fullnægingu er að við kynferðislega örvun, eins og þegar þú nuddar snípinn og verður gröð þá streymir blóð til kynfæranna og spennan magnast upp.  Við fullnægingu losnar svo spennan og blóðið sleppur til baka.  Vöðvarnir í leggöngunum spennast saman og stundum spennist allur líkaminn með.  Þessu fylgir mikil vellíðan.  Ég á því miður ekki orð til að lýsa þessu betur en ég veit að þegar að því kemur að þú færð fullnægingu þá veistu það en fullnæging getur verið misjafnlega sterk og varað mislengi. Það er vissulega „erfiðara“ að fá fullnægingu við samfarir þar sem snípurinn er þannig gerður að hann þarf örvun (strokin, sleiktur, titari notaður o.s.frv.), því við örvun þá túttnar hann út (aukið blóðflæði) sem framkallar fullnægingu hjá konu. Því er óhætt að segja að konur geta í raun fengið fullnægingu við samfarir ef snípurinn er örvaður á sama tíma eða vel á undan.

 

Strákar finna ekki fyrir sársauka eins og stelpur við fyrsta skiptið en þeir kvíða jafn mikið fyrsta skiptinu og stelpur. Það er þá helst óttinn við að standa sig ekki eða fá það of snemma. Eftir fullnægingu stráka fer stinningin úr typpinu og það verður lint. Það tekur stráka mislangan tíma að ná stinningu aftur og mæli ég með að nota nýjan smokk.

 

Ef þér finnst þú ekki blotna nóg þá hjálpar líka að nota sleipiefni. Þá er auðveldara fyrir hann að setja typpið inn án þess að það sé eins þröngt eða þú særist eitthvað. Það er eiginlega aðal atriðið, að það sé nógu sleipt til að typpið renni inn en þurfi ekki að þröngva því inn, bæði fyrir þig og hann. Það má nota sleipiefni eins og maður vill, þið getið borið það á píkuna eða á typpið. Engin hætta við það. Passaðu bara að nota sleipiefni en ekki olíu eða eitthvað annað krem. Það er kannski bara gott ráð að prófa það a.m.k. í einhver skipti og sjá svo til hvort þú þurfir það nokkuð seinna.

 

Gangi þér vel og ég ef það vakna fleiri spurningar þá mæli ég með að þú leitir í gagnagrunni Áttavitans (Tótal-ráðgjöf) eða sendir inn nýjar spurningar.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar