Nokkrar spurningar um hormónahringinn.

396

Hæhæ, ég er að verða 22 ára og er búin að vera á pillunni í rúm 7 ár, nú er ég að hugsa um að skipta yfir á hormónahringinn og er með nokkrar spurningar.

Fyrst og fremst er rétt að minnast á að ég er með legslímuflakk og fer því mjög sjaldan á blæðingar, oftast ekki nema á 3ggja mánaða fresti, í leiðbeiningunum með hringnum segir að ég eigi að setja hann upp á fyrsta degi blæðinga, þýðir það að ég verð að fara á blæðingar og taka pillupásu áður en ég byrja á hringnum?

Önnur spurning er hversu öruggur er hann til að byrja með, þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur  eða ætti ég að fara meira varlega fyrstu dagana eða í lengri tíma meðan ég er að byrja að nota hann?

Ég er líka frekar viðkvæm fyrir því að fá sveppasýkingu og fæ hana oft, hún hefur til að mynda verið aukaverkun af pillu sem ég hef tekið, hef heyrt að sveppasýking sé algeng hjá konum með hringinn, ætti ég að hafa áhyggjur af því og hvað get ég gert til að koma í veg fyrir það?
Að lokum vil ég spurja hvort að það að ég reyki hafi einhver áhrif á hann, ég reyki alls ekki mikið, svona 2-4 sígarettur á venjulegum degi, stundum minna, en meira á sérstökum tilvikum, t.d. þegar ég drekk eða er mjög stressuð t.d. útaf prófum.


Þú mátt byrja að nota hringinn þó þú sért ekki á blæðingum en þá er ráðlagt að nota smokkinn fyrstu vikuna. Ef þú setur hann upp á fyrsta degi blæðinga þá er hægt að treysta á hann strax en ef þú setur hann upp á öðrum dögum tíðarhringsins þá þarftu að nota aðra vörn í viku á eftir.

Sveppasýking er talin upp sem sjaldgæf aukaverkun við notkun á hringnum þannig að þú ættir ekki að þrufa að hafa miklar áhyggjur af því.  Þú getur þó haft í huga að nota nærföt og náttföt sem að lofta vel um í klofinu, passa að halda svæðinu þurru eins og hægt er. Skipta um fljótt ef þú svitnar, skipta oft um bindi/tappa þegar þú ert á blæðingum. Einnig getur hjálpað að taka inn Acedophilus (AB gerla) eða vera dugleg að borða AB mjók eða LGG og þannig. Það gæti líka haft áhrif að minnka sykur í fæðu. Nota sem minnst gerviefni og ilmefni, helst sleppa því alveg.
Reykingar hafa ekki beint áhrif á hringinn en ein af alvarlegri aukaverkunum hringsins er hættan á blóðtappa.  Það er sem betur fer mjög sjaldgæft en reykingar geta aukið líkurnar. 

Þannig að ég ráðlegg þér að reyna að hætta að reykja eða minnka það eins og þú mögulega getur.

Vona þessi svör hafi hjálpað.  Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar