Ég er að fara að segja upp vinnunni minni vegna mikils vanlíðan, kvíða og þunglyndis. Mér langar að vita, hef ég engan rétt á atvinnuleysisbætum ef :
1. Ég mun ekki vera virk í vinnuleit því þarf pásu í allavega 1-2 mánuð að vinna e-ð í mér
2. Ég get alls ekki þegið hvaða vinnu sem er, því ég hef bara getað treyst mér í leikskóla eða auðveldar vinnur og alls ekki nema 50% starf – er öryrki líka, 75% ..
Hæhæ
Æ leiðinlegt að heyranaðnþér líði ekki nógu vel og um að gera að reyna að vinna eins og hægt er í sjálfum sér. Aftur á móti sýnist mér á reglum Vinnumálastofnunnar að þú munir eiga erfitt með að fá bætur ef þú segir sjálf upp vinnunni.
Hér eru allavega upplýsingar sem við fundum á vef vinnumálastofnunar:
Umsækjandi um atvinnuleysisbætur getur þurft að sæta biðtíma eftir atvinnuleysisbótum í upphafi bótatímabils ef:
- starfi er sagt upp án gildra ástæðna,
- umsækjandi er valdur að eigin uppsögn,
- námi er hætt án gildra ástæðna,
- dregið er úr námshlutfalli til að uppfylla skilyrði um námssamning.
Berist skýringabréf vegna starfsloka / námsloka með umsókn um atvinnuleysisbætur flýtir það afgreiðslu umsóknarinnar. Berist skýringabréf ekki er afgreiðslu umsóknar frestað og umsækjanda gefinn kostur á að skila inn skýringum / andmælum vegna mögulegrar ákvörðunar Vinnumálastofnunar.
Hér eru frekari upplýsingar, teknar af vef Vinnumálastofnunar:
https://www.vinnumalastofnun.is/atvinnuleysisbaetur/rettur-til-atvinnuleysisbota
Launamenn á aldrinum 18 – 70 ára eiga rétt á atvinnuleysisbótum að því tilskildu að þeir hafi áunnið sér tryggingarrétt og uppfylli eftirfarandi skilyrði:
• séu í virkri atvinnuleit,
• séu búsettir og staddir hér á landi,
• hafa heimild til að ráða sig til vinnu hér á landi án takmarkana,
• hefur verið launamaður á ávinnslutímabili,
• leggur fram vottorð fyrrverandi vinnuveitanda og vottorð frá skóla þegar það á við,
• hefur verið í atvinnuleit samfellt í þrjá virka daga frá því að umsókn um atvinnuleysisbætur barst Vinnumálastofnun.
• Launamaður er hver sá sem vinnur launuð störf í annarra þjónustu í a.m.k. 25% starfshlutfalli í hverjum mánuði og greitt er tryggingagjald vegna starfsins samkvæmt lögum um tryggingagjald.
• Launamaður telst að fullu tryggður eftir að hafa starfað samfellt á síðustu 12 mánuðum á innlendum vinnumarkaði áður en hann sækir um atvinnleysisbætur til Vinnumálastofnunar.
• Launamaður, sem starfað hefur skemur en 12 mánuði en lengur en 3 mánuði á síðustu tólf mánuðum á innlendum vinnumarkaði áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur til Vinnumálastofnunar, telst tryggður hlutfallslega í samræmi við lengd starfstíma.
Bótaréttur umsækjanda verður aldrei hærri en sem nemur starfshlutfalli á ávinnslutímabili eða því starfshlutfalli sem hann er tilbúinn að ráða sig í. Hafi launamaður ekki verið í sama starfshlutfalli allt ávinnslutímabilið skal miða við meðalstarfshlutfall hans á þeim tíma.
Við mælum með að þú heyrir í ráðgjafa hjá vinnumálastofnun áður en þú gerir eitthvað sem mun geta haft veruleg áhrif á þig launalega séð. Þú getur náð í þau í síma 515-4800 eða sent þeim póst á postur@vmst.is
Við vonum innilega að þér eigi eftir að líða betur og náir að vinna úr þeim erfiðleikum sem þú ert í.
Gangi þér rosalega vel,
Tótalráðgjöf
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?