Hæ, ég er með vandamál. Ég held að það sé eitthvað að kynfærinu mínu. Í fyrsta lagi kem ég engu inn, ég er búin að reyna allt, túrtappa, fingur en ekkert virkar og það er mjög sárt. Í öðru lagi hef ég komist að því að ég pissa úr leggöngunum og ekki þessu sem á að vera þvag opnunin. Ég hef fengið blæðingar einu sinni en fékk það síðan aldrei aftur (það hafa liðið 5 mánuðir) Hjálp hvað á ég að gera??? er einhver kvennsjúkdómalæknir sem ég get farið til án þess að pabbi minn komist að því?
Hæ
Það er mjög ólíklegt að þessu sé svona komið hjá þér. Líklega er þetta einhver misskilningur. Þvagrásin er lítið gat og er mjög nálægt leggöngunum. Það er ekki víst að þú sjáir hana. Þannig að þó það virki þannig að þú pissir gegnum leggöngin þá er það ekki þannig. Leggöngin geta verið mjög þröng og það eru vöðvar sem geta orðið spenntir þegar þú reynir að setja eitthvað þar inn, fingur eða túrtappa, sérstaklega ef þú hefur reynt og það verið sársaukafullt. Þá ertu líklega stressuð við að reyna aftur og hrædd um að finna til og það getur valdið því að leggöngin spennast saman og þrengjast. Þú getur farið til læknis án þess að fá samþykki foreldra. Þú getur byrjað á því að tala við skólahjúkrunarfræðinginn í þínum skóla og fengið aðstoð við að fá tíma hjá lækni. Einnig gætir þú pantað þér tíma hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi á heilsugæslustöðinni í þínu hverfi til að ræða málin. Þú átt rétt á trúnaði og það er ekki nauðsynlegt að láta foreldra vita frekar en þú vilt. Allra best er samt að ræða sjálf við foreldra ef þú treystir þér til, eða þá aðra fullorðna innan fjölskyldunnar sem þú treystir til að fara með þér. Ef þú vilt það alls ekki þá hvet ég þig til að tala við skólahjúkrunarfræðing eða vakthjúkrunarfræðing á heilsugæslunni og fá ráð og aðstoð við að pata tíma ef þarf.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?