Ofbeldi í vinnu

  45

  Ég er búinn að vera að vinna í verslun í 3.ár og hefur ein stelpa alltaf verið mjög leiðinleg og segir margt særandi við mann en í dag lenti ég í því að hún var að tala bak við mig í grúbbu á snapchat með gömlum samstarfsmönnum um að henni langar að drepa mig og ég er búin að segja stjóranum frá en ekki skrifstofunni og er rosa særður innan í og það er óþægilegt að lenda í þessu og er ekki spenntur fyrir vinnu lengur

  Hæhæ,

  Takk fyrir að deila þessu. Það er mjög mikilvægt að þú ræddir þetta við yfirmanninn þinn. Sá einstaklingur ætti síðan að vita hvaða skref ætti að taka. Oft eru vinnustaðir líka með trúnaðarmann sem er gott að tala við ásamt því að vera með plaköt og fleira um áreiti og einelti þar sem þú getur aflað þér upplýsinga. Það er mismunandi eftir stéttarfélögum hvað hangir uppi, endilega hafðu samband ef það er eitthvað fleira sem við getum hjálpað þér með.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar