Okkur langar að verða ólétt, hvernig er hægt að auka líkurnar á það takist?

2627

Hæhæ èg og kærastanum mínum langar voða mikið að verða ólétt.
Ég er ný byrjuð að fylgjast með hvenær ég byrja alltaf á blæðingum.
Ég byrjaði 30.júlí svo næst 27.ágúst og núna 24.september.
Þannig ég er með mjög reglulegar blæðingar á 28 daga fresti sýnist mér.
Ég hef verið að lesa mér mikið til um hvenær er best að hafa samfarir og það sé í kringum egglosið
Þannig spurningin er: Er einhvað sem getur auðveldlegað okkur líkurnar að þetta takist?

Það er fullt sem þið getið gert til að hjálpa upp á frjósemina ef þið eruð til í þetta verkefni.  Góð byrjun er að fylgjast með tíðarhringnum.  Það er rétt að egglosið er um miðjan tíðarhring og því mestu líkurnar á því að verða ólétt þá.

Almennt að hugsa vel um heilsuna, ekki reykja né drekka áfengi.  Sofa vel og borða almennt hollt hjálpar.  Þú ættir að taka inn bætiefni sem heitir Fólinsýra.  Öllum ófrískum konum er ráðlagt að taka það og enn betra að byrja þegar verið er að reyna. 

Það er til fullt af öðrum ráðum ef oftast gengur þetta vel.  Þannig að prófið bara áfram og sjáið hvað gerist.  Það ekki tími til að örvænta eða hafa áhyggjur þó ekkert gerist fyrstu mánuðina.  Stundum gerist þetta fljótt og stundum teku það lengri tíma.  Endilega skrifaðu aftur ef þið reynið lengi og ekkert gerist.  Get þá ráðlagt ykkur nánar.  Gætuð einnig kíkt á Tilvera.is.   Ýmiss ráð þar.

Ég sé á fyrirspurninni að þú merkir við aldur undir 20 ára.  Ég ætla ekki að skipta mér af þínum fjölskydluáætlunum en bara biðja ykkur að skoða málið vel og undirbúa ykkur vel undir þetta stóra hlutverk að verða foreldri.  Þið eruð ung og allt breytist við að eignast barn.  Allar aðstæður, fjármálin, vinnutími og sambandið.  Að eignast barn er dásamleg gjöf en er líka mikið álag og þið hafið tímann fyrir ykkur.  Bara smá hugleiðing um hvort þið eruð klár í þetta strax.

Gangi ykkur vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar