Óvissa

  64

  Komið Sæl.
  Ég er 17 ára að verða 18 ára gamall og er í skóla á bóknámsbraut en mig finnst ég ekki hafa fundið sjálfan mig með hvað ég vill í raun og veru gera og hvar minn áhugi liggur á að læra. Svo finnst mér ekki að ég sé á réttri braut og vill finna hana en ég er svo mikið einn og á erfitt með að finna hana sjálfur hvað er hægt að gera???

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Það er mjög eðlilegt að vera ekki með á hreinu hvar áhuginn liggur á þessum aldri. Það er hægt að segja að þetta sé svolítið eins og fyrsta tilvistarkreppan þegar man er í framhaldsskóla og syndir bara svolítið með straumnum. Samfélagið segir okkur að við eigum að vera að gera hitt og þetta á ákveðnum lífsskeiðum en kannski langar okkur frekar að gera eitthvað annað.

  Það er allt í lagi að vita ekki hvað man vill gera og sumir eru sífellt að breyta um stefnu, burtséð frá aldri, og það er bara hið besta mál. Það getur verið mjög gott að tala við námsráðgjafa í skólanum þínum eða jafnvel hitta á markþjálfa sem getur framkvæmt áhugasviðsgreiningu og hjálpað þér að finna hvar þínir styrkleikar liggja.

  Það er mjög mikilvægt að prófa sig áfram í lífi og starfi. Hægt er að skoða nám, námskeið, störf eða annað sem getur hjálpað manni að komast skrefinu lengra í að finna út hvað það er sem kveikir neista innra með manni.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar