HæHæ, Ég er búin að vera að fylgjast með persónuafsláttinum mínum og það er líka ónýttur persónuafsláttur sem ég hef og ef ég vill nota hann hvernig geri ég það þegar ég hef engar upplýsingar um launagreiðanda minn og ég er að vinna í Bónus svo að ég veit ekkert hvað ég geri þá og hvert ég á að senda til að reyna að nýta það
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Þú skráir þig inn á þjónustuvef Skattsins með rafrænum skilríkjum. Þar ættir þú að finna yfirlit til að skila til launagreiðanda sem þú getur svo náð í. Því næst sendir þú skjalið á þinn næsta yfirmann sem kemur skjalinu á launadeildina.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?