Pillan

    281

    Hæhæ,

    Algengast er að pillan sé teknn í 21 dag og síðan gert 7 daga hlé. Mælt er með að byrja að taka töflurnar á 5.degi frá upphafi tíða en einnig má byrja tökuna á fyrsta degi blæðinga. Pillan er góð og örugg getnaðarvörn ef hún er tekin rétt samkvæmt leiðbeiningum, á hverjum degi á svipuðum tíma.

    Það ætti að standa í fylgiseðlinum með pillunni hvenær hún telst vera örugg.

    Kær kveðja,
    Áttavitinn ráðgjöf

     

    Hæ hæ ég sem sagt er að fara byrja á pillunni og veit ekkert hvernig hún virkar, er búin að lesa um hana en skil samt ekki ennþá. Ég vil vita hvort að ég eigi að taka hana bara þegar ég er á túr eða tímabilinu sem ég er ekki á túr. Og var lika búin að lesa um þessa pillupásu , skil ekki hvernig hún virkar?

    Ja lika langar ad vita hversu marga klukkutíma þarf ég að bíða til að pillan virki og hvenær get stundað samfarir.


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar