Rakstur skapahárum

25

Hæhæ
Ég hef aldrei rakað píkuhárin
Er frekar hrædd við það en langar að prófa
Hvað geri ég , ég kann ekki á rakstur
Rakvél? Eða rakvel með rakvélablöðum
Er alveg lost

Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.

Til eru mismunandi aðferðir til að losna við hár í klofinu en það getur verið einstaklingsbundið hvað hentar hverjum best. Þess vegna er gott að ráðfæra sig við einstaklinga með þekkingu og reynslu af því að raka sig. Eftirfarandi eru nokkrar aðferðir algengar við rakstur í klofi:

  • Rakstur með sköfu eða rafmagnsvél: ódýr, einföld og fljótleg leið til að losa sig við hárvöxt. Það er gott að bera raksápu eða gel á svæðið sem skal raka.
  • Háreyðingarkrem kemur í veg fyrir hárvöxt en það þarf að bera það nokkrum sinnum á svæðið þar sem þú vilt losna við hár til þess að sjá árangur. Þess ber þó að geta að hárið kemur alltaf upp aftur.
  • Vax meðferð er hægt að framkvæma heima og á stofu. Vaxið rífur hárið upp með rótum og kemur hárið ekki aftur fyrr en eftir 2-3 vikur. Vaxið er sársaukafyllra en flestar aðrar aðferðir.
  • Sumir kjósa að plokka hárin af en það getur verið tímafrekt. Eins er hægt að snyrta hárvöxt til með skærum.

Vonandi hjálpar þetta. Gangi þér vel:)

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar