hæ ég er skoða og þríf typpið regluleg en hef uppá síðkastið verið að taka eftir eh sem eru eins og rauðar ósléttar „kúlur“ á forhúðinni, er þetta eh sem ég ætti að hafa áhyggjur af og láta skoða?
Hæ
Þetta er mjög líklega í fínu lagi. Haltu áfram að sinna hreinlætinu og einmitt mikilvægt að þvo undir forhúðinni…láta kónginn kíkja í sturtunni. Það geta komið litlar bólur sem eru alveg hættulausar og hverfa með tímanum.
Þú skalt þó hafa í huga ef þú ert farinn að stunda kynlíf að kynsjúkdómar geta birst með ýmsum hætti og því gáfulegt að fara í tékk reglulega. Það er séns að svona útbrot séu vörtur eða annað en ómögulegt að segja til um það án þess að fara í skoðun. Þannig að ef þú hefur stundað kynlíf með öðrum þá skaltu panta þér í tékk á göngudeild húð- og kynsjúkdóma í síma 5436050. Það er ókeypis. Ef þú kemst ekki þangað þá skaltu panta þér á heilsugæslunni í þínu hverfi og eru læknarnir þar góðir í að meta hvort ástæða sé að gera eitthvað í þessu eða ekki. En eins og áður sagði…líklegast saklaust en betra að vera viss.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?