Rosalega þröng

321

hæhæ eg er að verða 16 ara stelpa og mig vantar sma ráð!
malið er nefnilega það að eg er ekki farin að sofa hja og eg er rosalega þröng og eg næ ekki einu sinni að nota minnstu gerðina af svona ab turtöppum sama hversu mikið eg reyni kem eg þvi bara ekki inn!
ertu til minni gerðir eða er eitthvað sem eg get gert i þessu? þetta er alveg að gera mig brjalaða að þurfa stanslaust að nota þessi bindi!
fyrirfram þakkir
þessi raðalausa

Það er ólíklegt að þú sért svo þröng að þú komir ekki tappanum inn.  Það gæti verið að þú sért að spenna saman leggöngin þegar þú reynir að setja hann inn, þú gætir verið að gera það alveg óvart.  Inni í leggöngunum eru vöðvar sem geta dregist saman, það getur gerst ef að þú ert t.d. stressuð eða hrædd við að meiða þig við að setja eitthvað þarna inn.  Líklega ertu pínu spennt eða stressuð þegar þú ætlar að setja upp túrtappann, prófaðu að skipta um stellingu, slaka vel á, jafnvel leggjast á bakið og teygja þig niður ef þú getur.  Þú getur líka prófað í baði þar sem þú ert vel afslöppuð og prófa að renna fingri inn til að finna hvernig gatið er og finna að það er pláss.  Þegar þú slakar á þá slakna vöðvarnir og auðveldara verður að koma fingri eða öðru inn.  Eftir að hafa skoðað þetta þannig þá verður þú kannski öruggari við að prófa túrtappann og það gengur betur.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar