Samfélagsmiðlar

  70

  Ef þið eruð á samfélagsmiðlum og eruð fræg á íslandi getið þið fengið borgað fyrir það og afhverju eru ekki öll samfélagsmiðlar sem borga hér á landi ?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Einstaklingar geta fengið greitt fyrir að auglýsa fyrir fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar er miðlar sem fyrirtæki nota til þess að koma vöru á framfæri sem þýðir að samfélagsmiðlarnir eru ekki að greiða einstaklingum, það er allavega ekki venja á Íslandi. Fyrir utan að Youtube greiðir fólki út frá áhorfstölum og hve marga áskrifendur þau hafa á rásinni sinni. Huga þarf að reglum Neytendastofu í vinnu sinni þegar kemur að því að auglýsa á samfélagsmiðlum bæði fyrirtæki og verktakar. Hér er hlekkur á leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar. Það er oft það sem vefst fyrir þegar kemur að auglýsingum á samfélagsmiðlum.

  Ég vona að þetta hjálpi þér

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar