Hæ
um daginn vaknaði ég með sár á brókasvæðinu sem var svo sem ekki að trufla mig því ég hélt það væri bara útaf brókinni sem ég svaf í. En svo fór þetta að stækka og mér er frekar illt í þessu því þetta er bara sár sem er alltaf að opnast. En svo vaknaði ég fyrir 2 dögum með sár fyrir ofan nösina. það byrjaði eins og hitt, lítið en stækkar svo. Ég kemst ekki strax til læknis og spyr því hér hvað ég gæti gert til að minnka þetta?
Hæ
Það er erfitt að segja til um hvað þetta er en einkennin gætu bent til að þetta sé Herpes sýking (frunsa). Herpes getur smitast á kynfærasvæði sem og í andlit, oftast í kringum munn. Þú þarf að fara til læknis og fá úr því skorið hvort það gæti verið. Herpes er vírus og því ekki hægt að fara á neina meðferð við þessu. En það eru til lyf sem draga úr einkennum.
Mögulega er þetta tilviljun og þessi sár tengjast ekki neitt en það er mikilvægt að fara til læknis sem fyrst. En án þess að vita hvað er að valda þessum útbrotum er erfitt að ráðleggja.
Þú skalt líka hafa varann á og passa þig á smiti því að Herpes smitast t.d. við kossa og kynmök. Einnig skaltu þvo hendur oft og vel til að varast að sýking berist t.d. í augu.
Fáðu tíma hjá lækni sem allra fyrst því ef þetta er Herpes þá þarf að hefja meðferð sem allra fyrst svo að hún virki sem best.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?