Ég er 23 ára kona og mig langar að vita hvort að það sé eðlilegt að finna fyrir sársauka eftir kynlíf en bara ef sleypiefni eru notuð og einnig ef ég kemst í snertingu við sæði á kynfærum.
Ég er að taka getnaðarvarnar pillur sem heita microgyn, getur þetta verið ofnæmisviðbrögð?
Hæ
Það er ólíklegt að þetta tengist pillunni nokkuð. En það er möguleiki á óþoli vegna sleipiefnis og sæðis. Það er þekktur vandi að konur geta fengið ofnæmisviðbrögð við sæði, sérstaklega hjá nýjum bólfélaga.. Það er ekki algengt en það er til. Ég ráðlegg þér að fá skoðun og ráðleggingar kvensjúdómalæknis. Mögulega gæti verið um sveppasýkingu að ræða eða annað sem veldur þessari ofur viðkvæmni í slímhúð kynfæranna. Þú skalt endilega fá það á hreint áður en við skrifum þetta á ofnæmi fyrir sæði félagans.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?