Satanismi???

  865

  Hvað er satanismi?

  Hæ og takk fyrir spurninguna.

  Satanismi er hugmyndafræði og heimspeki sem oft byggir á Satan eingyðistrúarbragðanna Kristni, Íslam og Gyðingdóm. Þar er Satan oftast persónugerður sem fallinn engill eða sem hin illa hlið manneskjunnar, andstæðan við hið góða eða Guð eins og algengt er í tvíhyggju hugmyndafræði eingyðistrúarbragðanna.

  Satanismi hefur í gegnum söguna verið viðloðandi ýmiskonar dulspeki en er þekktastur í dag innan skipulagðra trúarbragða í gegnum Kirkju Satans sem var stofnuð 1966 í Bandaríkjunum. Þau hafna þó hinum sögulega Satan eingyðistrúarbragðanna. Hér fylgir frekar útlistun á Satanisma eins og honum er lýst innan Kirkju Satans.

  Satanismi í hnotskurn

  Nafn: Satanismi, fylgjendur satanistar.
  Guð: Enginn Guð, fylgjendur aþeistar. Tilbiðja sjálfið.
  Algengast: Í hinum vestræna heim, Bandaríkjunum, Evrópu, Norðlöndum.
  Bænahús: Kirkjur
  Heilagasta hátíð: Ekkert heilagt í hefðbundnum skilningi.

  Fylgjendur í heiminum: Ekki vitað
  Fylgjendur á íslandi: Ekki vitað.
  Fjöldi íslenskra félaga: Ekki vitað.

  Helgirit: Sataníska biblían eða svarta biblían eftir Anton Szandor LaVey kom út 1969. Hún samanstendur af fjórum bókum: Bók Satans, bók Lúsífers, bók Belial og bók Leviathan.

  Bók Satans skorar á boðorðin tíu og gullnu regluna og stuðlar að Epicureanisma. Epicureanismi snýr að því að það sem gagnast manninum best er að leita hóflegra nautna til að öðlast kyrrð, frelsi frá ótta og fjarveru líkamlegs sársauka.

  Bók Lúsífers hefur að geyma mestu heimspekina. Um er að ræða tólf kafla sem fjalla um efni eins og ást, hatur, eftirlátssemi og kynlíf. Bókin er einnig nýtt í þeim tilgangi að eyða sögusögnum er varða trúarbrögðin.

  Bók Belials fer yfir helgisiði og töfra. Fjallað er um nauðsynlegt hugarfar og einbeitingu sem fer í að framkvæma helgisiði. Leiðbeiningar eru fyrir þrem helgisiðum: kynlífi, samúð og tortímingu.

  Í bók Leviathans eru svo áköll til Satans, losti, samúð og tortíming.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar