Sjálfsfróun og kynlíf

2149

Hæ, ég er 14 ára. Og ég er með nokkrar spurningar um sjálfsfróun og kynlíf.
Ég er byrjuð að pæla í kynlífi og svona þannig hlutum og mer líður eins og ég sé tilbuinn en ég er samt smá stressuð. Fyrir sirka ári þá prófaði ég fyrst að “putta mig” þá meina ég að nudda snípinn og það var alltilagi og mér fannst það bara notalegt og svona. En núna þá er ég byrjuð að pæla í leggöngnum. Ég og vínkonurnar erum búnar að ræða smá um þetta og þær segja allar að þær putta sig í leggöngunum þannig ég ákvaði að prófa, það gerðist nákvæmlega ekki neitt. Ég er búinn að prófa oft og allskonar leiðir, t.d eins og að nota 1-2 putta. En það gerist ekkert, ég finn ekki einu sinni fyrir þægindum, og þetta er smá vont líka. Þá er ég ekki að meina að það er vont þegar puttin er inní það er bara vont að fara inn. Mér líður eins og ég sé þröng, ég er mjög hrædd um að það verður vont að stunda kynlíf og ég er líka hrædd um að ég muni ekki fá fullnægingu í kynlífi. Er það þannig að ef að ég fæ ekki fullnægingu þegar ég putta mig í leggöngunum fæ ég þá ekki fullnægingu þegar það fer typpi þangað?. Ertu með ráð hvernig maður getur feingið fullnægingu í leggöngunum . Og afh er svona óþæginlegt fyrir mig að fara inn í leggöngin? Og eru til eih ráð til að það verður ekki óþæginlegt (og btw ég er alltaf Blaut þegar ég reyni þetta)Væri til í að fá svar eins fljótt og hægt er. 😄

Flott hjá þér að prófa þig áfram og kynnast líkamanum, finna út hvað sé gott og ekki.   Það er alls ekkert óeðlilegt við það að fá ekki fullnægingu við að nudda fingrunun inn í leggöngin.  Það er mjög sjaldgæft að fá fullnægingu við það.  Lang flestar stelpur/konur fá fullnægingu með því að nudda snípinn og að finna stellingu þar sem snípurinn fær örvun við samfarir eða þar sem þú eða sá sem þú hefur samfarir við getur nuddað snípinn í leiðinni.  Það er besta leiðin til að fá fullnægingu, tilfinningin getur magnast eða breyst við að fá fingur eða typpi í leggöngin í leiðinni en ólíklegt er að fá það án þess að snípurinn komi við sögu.

Það er eðlilegt að leggöngin séu þröng, besta leiðin er að vera afslöppuð og vel blaut.  Taka góðan tíma og færa sig smátt og smátt inn, hvort sem það er með fingrum eða öðru.

Reynsla í kynlífi og sjálfsfróun er mjög persónuleg, þú skalt bara finna út  hvað hentar þér, það er algengt að reynslusögur séu kannski ekki alveg raunverulegar og litast af bíómyndum og hvernig við höldum að þetta „eigi“ að vera.  Ekki halda að þú sért ekki í lagi þó að þín upplifun sé ekki eins og vinir lýsa fyrir þér eða þú sérð í sjónvarpi.  Haltu áfram að kynnast þér og hvað þér finnst gott og vertu dugleg að láta manneskjuna sem þú kýst að stunda kynlíf með vita hvernig þú vilt hafa þetta og spyrja hann eða hana um það sama.

Gangi þér vel.

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar