Sjúkradagpeningar

260

Ég hef verið að díla við þunglyndi, svo ég fór til læknis um það og ég fékk sjúkradagpeningarvottorð vegna þess að ég hafi fjórum eða fimm sinnum hætt að mæta í vinnu vegna þessara sjúkdóm.

Eftir verslunarmannahelgina hætti ég að mæta seinast.
En spurningin mín er hvað ég fæ mikið ef þetta fer í gegn. Hvað á ég skilið að fá?

Var að vinna fullt starf áður en ég hætti að mæta, ef það skiptir máli, takk fyrir.

Sæll

Það er leiðinlegt að heyra um heilsu þína og vonum að þú náir að fá aðstoð við að koma henni í betri horf. Því miður er það ekki alveg á okkar færi að svara hversu mikið þú getir fengið í sjúkradagpening. Það eina sem við getum gert er að benda þér á að heyra í þeim hjá Sjúkratryggingum Íslands og sjá hver þinn réttur er. Einnig getur þú heyrt í þínu stéttarfélagi og séð hvort þau séu með einhver svör fyrir þig þar. Hér er linkur inn á Sjúkratryggingar Íslands þar sem þú getur lesið aðeins um sjúkradagpeninga: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/sjukradagpeningar/

Gangi þér vel með þetta allt saman


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar