Sjúkraliði starfandi í sjúkrabíl

637

Ég er sjúkraliði og langar að vita hvernig ég get orðið sjúkraliði, starfandi í sjúkrabíl.

Góðan daginn og takk fyrir spurninguna

Við myndum ráðleggja þér að hafa samband við þau hjá „Næsta skref“. Þau eru með ráðgjöf tengdum náms- og starfsleiðum í átt að þinu ákveðnu markmiði. Á heimasíðunni þeirra taka þau fram að grunnnám sjúkraflutningamanna er 130 klukkustunda nám í umsjón sjúkraflutningaskólans. Hér má lesa um hvernig þú verður sjúkraflutningamaður á síðu Næsta skref: http://www.naestaskref.is/job/sjukraflutningamadur/

Svo er um að gera að heyra bara beint í þeim hjá Sjúkraflutningaskólanum og sjá hvað þú þarf að gera til að láta draum þinn rætast. Símanúmerið hjá þeim er 463-0100 og líttu endilega á heimasíðuna þeirra einnig: http://www.ems.is/

Bestu kveðjur og gangi þér rosa vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar