Sko, þetta er varðandi þyngdina

261

Hæ, ég er 13 ára stelpa og ég er með smá áhyggjur. Sko, þetta er varðandi þyngdina. Ég er u.þ.b. 1.50 cm og er um 39-40 kg. Ég veit að ég er í minni kjörþyngd en ég er bara orðin svo óánægð með líkamann minn. Mér Finns ég vera með svo ljót án maga og stór læri. Ég bara fer óvart að hugsa T.d. Í smáralindinni ef ég sé stelpu fer ég bara að hugsa að hún sé grennri en ég. Þetta er rosalega niðurdrepandi. Hvað á ég að gera til að stoppa þessar hugsanir?

Það er frábært að þú takir eftir því hvað þessar hugsanir eru að gera þér.  Það er erfitt að stjórna hugsunum okkar, þær bara fjúka um í heilanum og poppa upp þegar síst varir.   Það sem þú getur stjórnað er hvaða áhrif hugsanirnar hafa á þig, þú getur hugsað og tekið eftir neikvæðri hugsun en ekki látið hana hafa áhrif á hvernig þér líður.  Það gerir þú með því að vera vakandi fyrir því sem þú hugsar, taka strax eftir því og nota svo rök fyrir því að þessi hugsun sé ekki rétt og geri þér ekki gott.  Einmitt eins og þú segir, segja við sjálfa þig…bíddu ég er um 40 kg. Ég veit að ég er ekki of þung, ég veit að ég á heilbrigðan kropp, ég er nokkuð sátt við mig, hvaða máli skiptir þetta í raun, á þetta að eyðileggja daginn minn?  Ég er að dæma sjálfa mig of hart og hugsa neikvætt..það er bara vegna þess að svo margt í umhverfinu lætur mér finnast að ég þurfi að vera fullkomin..en það er ekki raunhæft.  Þannig að ég veit ég er að hugsa þetta en ég ætla ekki að láta það draga mig niður.

Ok þetta varð svolítið langt hjá mér en ég vona að þú skiljir hvað ég meina með þessu.  Hugsanirnar koma og fara án þess að við getum ráðið við það, en við getum staldrað við og skoðað hugsanirnar og hvernig þær láta okkur líða..og breytt því.  Ekki láta óvelkomnar neikvæðar hugsanir stjórna og skemma.

Kíktu á app í símanum hjá þér sem heitir headspace eða farðu á netsíðu, headspace.com.  Það kennir mindfulness sem snýst einmitt um þetta sem ég er að tala um.  Hugsanir og tilfinningar og hvernig við getum stjórnar eigin líðan.

Það er líka gott að hugsa vel um sig, borða hollt og hreyfa sig.  Finna hve sterkan og góðan líkama þú átt.  Það eflir sjálfstraustið hvort sem lærin eru fullkomin eða maginn alveg sléttur.  Það skiptir ekki máli.

Vona þetta hjálpi eitthvað, skrifaðu annars endilega aftur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar