Skráð sambúð eða ekki?

795

Ég er nýlega flutt inn með kærustunni minni, og er búin að vera að velta því fyrir mér hvaða hagnaður hljótist af því að vera í skráðri sambúð? Við erum báðar í námi, báðar í vinnu og búum í húsnæði sem hún á þannig við erum ekki út á leigumarkaði við erum ekki með börn á framfærslu. Eftir því sem ég kemst næst þá sé ég ekki að það skipti einhverju máli fyrir okkur.

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Skráð sambúð þýðir í raun bara að þú og kærastan þín hafið sama lögheimili. Þetta getur skipt fólk máli á leigumarkaði við að fá t.d. húsaleigubætur og ef fólk á barn/börn saman. Aðstæðurnar sem þú lýsir benda til að það myndi litlu breyta ef þið skráið ykkur í sambúð, það er þá helst ef þið viljið sækja um að vera samsköttuð. Ef þið skráið ykkur í sambúð þá er það helst bara fyrir ykkur til að styrkja sambandið eða eitthvað slíkt.

Hér er stutt grein sem birtist á Áttavitanum https://attavitinn.is/fjolskyldan-og-thu/sambond/skrad-sambud  

Gangi ykkur vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar