hæ hæ
Ég fékk allt í einu skrýtna lykt undir hægri handakrikann og þessi lykt er ekki svita lykt bara mjög skrítin lykt og vond. Hún fer ekki sama hversu oft ég þríf með sápu og set ilmefni á þessa lykt eins og ilmvatn hún bara fer ekki og ég er farin að hafa áhyggjur enginn veit hvað þetta getur verið.
Ég vona að þið hafið einhvör svör við þessu fyrir mig
Hæ
Það gæti verið einhver sýking í húðinni eða í svitakirtlum. Sérstaklega þar sem þetta er aðeins öðru megin. Þú ættir endilega að panta þér tíma hjá lækni og ræða það. Gæti verið sveppasýking eða bakteríusýking sem hægt er að fá lyf við. Þú getur pantað þér tíma á heilsugæslunni í þínu hverfi eða hjá húðsjúkdómalækni.
Get því miður annars ekki getið mér til um hvað gæti verið annað í gangi. Það er þó ekki óalgengt að fá meiri lykt í annan handakrikann bara vegna bakteríuflóru húðarinnar..
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?