Hæ, ég er 15 ára stelpa og er með spurningu. málið er að ég finn ekki alltaf þegar ég þarf að pissa (sem hefur alltaf verið frekar normal hjá mér) en finn stundum bara þegar pissublaðran er full og finn sting með.. en hinsvegar eiginlega alltaf þegar ég pissa fæ ég smá verk eftirá þegar blaðran er alveg tóm.. ekki sviða samt bara verk..Og það er eins og ég þurfi að jafna mig og sitja og bíða eftir að þessi skrýtni verkur fer. Stundum tekur það stuttan tíma og stundum tekur það lángan. Afh er þetta að gerast og hvernig stoppa ég það. Gæti þetta verið út af því að ég pissa ekki nóu oft. Þegar ég var lítil þá fékk ég þvagfarasýkingu, gæti þetta tengst því? Ég hef verið að finna fyrir þessu í solítin tíma en ég hef bara alldrei þorað að tala um þetta því að ég verð rosa stressuð með svona hluti. Væri til í að fá svar eins fljótt og hægt er. (Og nei ég hef ekki Stundað kynlíf ef að svarið mun mögulega teingjast því)
Hæ
Þú þarft að láta skoða þetta. Það er líklegt að þú sért með blöðrubólgu. Þú skalt ræða við foreldra um þetta og fá tíma hjá hjúkrunarfræðing eða lækni á heilsugæslunni sem fyrst, þú mátt líka panta tíma sjálf. Það er gott ef þú getur komið með þvagprufu með þér í viðtalið. Þvagið er svo rannsakað og þú færð sýklalyf ef þetta reynist vera þvagfærasýking (sem er sama og blöðrubólga). Það er mikilvægt að fá meðferð því að annars getur sýking versnað og jafnvel farið í nýrun. Það er oft fljótlegra að fá tíma hjá hjúkrunarfræðing þannig að ég myndi ráðleggja þér að hafa samband strax í dag á heilsugæslu eða fara á læknavaktina.
Þvagprufan má vera í þvagprufuglasi eða bara í hreinni krukku (t.d. sultukrukku). Það þarf ekki að vera morgunþvag. En það er mikilvægt að geyma þvagið í kæli ef það líður einhver tími frá því að þú pissar í glasið þar til þú ferð með það í rannsókn.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?