Smokkurinn datt af, gæti ég verið ólétt?

258

Ég var að stunda kynlíf í fyrsta skipti fyrir viku og við vorum allan timan með smokk. kærasti minn var ekki búinn að fá það en smokkurinn datt af og var hálfur inni í mér og hálfur út. Ég segi enn og aftur að hann var ekki búinn að fá það en um leið og smokkurinn datt þá stoppuðum við og tökum hann og settum hann aftur á en síðan skiftum við um nýjan. Er ekki búinn að sofa nema 2/7 nætum síðan þá er búin að vera svoooo sjúklega stressuð. Ég átti lika að byrja á blæðingu fyrir 4 dögum en ég er með mjög óreglulegt túr og get því verið vanalega um 7 daga sein en ég er að fríka út. Veit ekki hvað ég á að gera, vil ekki vera svona stressuð. Ef ég skildi fara í fóstureyðingu þá vil ég ekki að foreldrar viti, er það hægt?

Það eru mjög litlar líkur á óléttu en því miður er það smá séns þar sem mögulegt er að sæðisvökvi sem getur innihaldið sæði leki út áður en fullnæging kemur.  Eins er séns á kynsjúkdómasmiti við svona smokkaslys eins og gerðist hjá ykkur.  En það á auðvitað bara við ef þið hafið stundað kynlíf með öðrum en hvort öðru. 

Það er s.s. séns á óléttu en það er mjög ólíklegt.  Þar sem þú segist komin yfir á blæðingartímanum þá skaltu taka þungunarpróf bara til að vera viss.  Þú getur keypt það í apóteki.  Ef að prófið er neikvætt og blæðingarnar koma ekki þá getur þú prófað að taka annað um 4-5 dögum seinna bara til að vera 100% á því að vera ekki ólétt.  Þá kannski getur þú slakað á og líklegast koma blæðingarnar þá.  Stundum frestast blæðingarnar þegar stelpur eru mjög stressaðar eða kvíðnar, þannig að það gæti verið að hafa áhrif í þínu tilfelli.
Ef að þú ert ólétt, ef að þungunarprófið kemur jákvætt þá skaltu hringja á kvennadeild Landspítalans í síma 543-3600 og fá viðtal við félagsráðgjafa.    Ef þú ert orðin 16 ára þá máttu fara án þess að foreldri sé með í ráðum, annars þarf foreldri að skrifa undir nema í sérstökum tilfellum.  Þetta getur þú rætt við félagsráðgjafa kvennadeildarinnar.

Það er gott fyrir þig að vita líka af neyðargetnaðarvörn sem þú getur fengið í apóteki án lyfseðils.  Það eru hormónatöflur sem þú tekur inn einmitt í svona tilfelli ef að smokkurinn klikkar eða er ekki notaður.  Neyðarpillaln virkar þó best ef hún er tekin sem allra fyrst eftir samfarirnar og virknin minnkkar því lengra sem líður frá.  Hún virkar ekki ef líða meira en 72 tímar frá samförum og þar til pillan er tekin. 

Annars ráðlegg ég þér að panta tíma hjá lækni á heilsugæslunni þinni og ræða málin.  Skoða hvort að þú viljir byrja á pillunni þar sem þú ert farin að stunda kynlíf með kærastanum.

Vona þessi svör hjálpi og vona blæðingarnar séu mættar á svæðið og þú sért farin að geta sofið aftur.

Bestu kveðjur frá Áttavitanum.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar