Ég er að spá að fara í lögregluskólan er nóg að vera húsasmíðasveinn til að komast inn ? eða þarf maður að vera stúdent ?
Hæ hæ og takk fyrir spurninguna.
Hér eru inntökuskilyrðin fyrir Lögreglufræði.
- Að vera íslenskur ríkisborgari 20 ára eða eldri.
- Að hafa ekki gerst brotleg/ur við refsilög né hafa sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglumenn verða almennt að njóta. Þetta gildir þó ekki ef brot er smávægilegt eða langt er um liðið frá því að það var framið.
- Að vera andlega og líkamlega heilbrigð/ur og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis samkvæmt fyrirliggjandi kröfum.
- Að hafa lokið stúdentsprófi eða annarri sambærilegri menntun.
Hér er líka hlekkur á grein inná vefnum okkar um hvernig maður verður lögga: https://attavitinn.is/vinna/hvernig-verd-eg/hvernig-verd-eg-logga/
Með bestu kveðju
Ráðgjöf Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?