Spurning um klamydíu

605

Hef fengið klamendiu áður og fékk lyf við þvi svaf svo hja stelpu sem er nuna kærastan min hun fer i tekk 2 mánuðum eftir að við kynnumst og fær að hun se ekki með neitt og eg fékk bréf um að stelpa sem eg svaf hja fyrir kærustunni minni se smituð.
Þannig að getur klamendía legið i dvala?

Það er séns að vera með Klamydíu án þess að fá einkenni.  Því ráðlegg ég þér að fara í tékk.  Það er svo lítið mál að skila inn þvagprufu.  Líklegast væri best að þið gerið það bæði þá er enginn vafi á þessu.  Hringdu bara í vakthjúkrunarfræðing á heilsugæslunni í ykkar hverfi og fáið beiðni fyrir Klaymidíuprófi.  Svo er hægt að skila inn þvagprufu, athugið að það þarf að vera fyrsta pissið að morgni.  Það tekur svo nokkra daga að fá niðustöðu, færð símtal og svo lyf ef þess þarf.  Þetta er allt ókeypis og ekkert mál.

Better safe than sorry,

Bestu kveðjur.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar