Hvað tekur langan tima fyrir stera að byrja að virka? Og hvenær koma aukaverkanir?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Til eru ansi margar tegundir af sterum, ýmist í töflu- eða vökvaformi, og virka ekki allir eins.
Ef þú ert að spá í vefaukandi (anabólískum) sterum eru þeir stundum fljótvirkir ef þú ert að æfa samhliða notkun (við mælum auðvitað gegn notkun stera nema læknir hafi ávísað lyfi sem inniheldur þá). Sumir finna áhrifin nánast strax en hjá öðrum tekur það einhverjar vikur.
Aukaverkanir af steranotkun geta einnig gert vart við sig fljótlega, þá sérstaklega bólumyndun.
Lyf sem innihalda stera í læknisfræðilegum tilgangi er svo allt annað mál. Töluvert stærri skammtar eru notaðir af þeim sem nýta þá samhliða íþróttaiðkun en er að finna í ávísuðum lyfjum.
Hér geturðu svo lesið þér betur til um áhrif stera og aukaverkanir þeirra.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?