Góðan og blessaðan daginn og gleðilega páska.
Ég er 18 ára stelpa og ég lifi skírlifi, það er mig langar ekki að stunda kynlíf og hef aldrei gert. ,Samt sem áður eins og augljóst er þá geng ég í gegnum hormóna tímabil eins aðrar stelpur. Èg er með pínu vandamál, sorry pínu vandræðalegt ég veit ….en sem sagt ég er komin með risa stóra „unglingabólu“ á píkuna og það er rosa sárt, kom bara á einni nóttu. Eins og ég segi þá er ekki fræðilegur að þetta sé kynsjúkdómur þar sem ég stunda ekki kynlíf. Hef meira verið að fá unglingabólur á andlit og axlir en þarna niðri er það bara hægt???? Á ég ekki bara bíða þar til hún fer sjálfkrafa eins og bólur gera eða á eg að vera að fara til læknis, finnst það sjálfri alltof vandræðalegt??? :S
Sæl og gleðilega páska sömuleiðis!
Líklegast er þetta saklaus bóla sem hverfur af sjálfu sér.
Þetta gæti t.d. verið inngróið hár. Stundum komast hárin ekki út sérstakelga eftir rakstur og þá vaxa þau áfram inni í húðinni og þá getur komið svona sýking eða bóla. Þú skalt ekki kreista eða klóra í bóluna svo að það komi ekki sár.Það sem skiptir mestu máli eða að gæta fyllsta hreinlætis og alls ekki kroppa eða skera þær af. Þetta veldur því bara að sýkingin úr bólunni fer á aðra staði og nýjar bólur myndast. Þannig að þú ættir að láta bólurnar alveg vera.
Ef þetta hverfur ekki eða versnar, bólgnar eða veldur verkjum þá verður þú að fara til læknis. Þú getur pantað þér tíma hjá lækni (t.d. á heilsugæslunni í þínu hverfi) eða pantað á húð- og kynsjúkdómadeild (sími 5436050).
Gangi þér vel!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?