Svíður stundum alveg hryllilega mikið i typpinu þegar ég pissa

532

hæhæ! :)Heyrðu mer langaði að spurja eina spurningu . eg er buin að vera runka mer siðustu vikurnar þvi mer finnst það rosalega gott og þægilegt .og mer langaði a spurja að einu og  afhverju það gerist .. stundum eftir 1-2 daga þegar eg er buin að runka mer fer eg að pissa . þegar eg er buin að pissa kemur allt i einu rosalegir hvitir dropar og a meðan eg er að pissa þá út svíður mer alveg hryllilega mikið i typpinu (en þa verr með timanum) og mer langaði að spurja afhverju það gerist og er einghver leið til að láta það hætta/stoppa? takk 😀

Sæðið og pissið nota sömu útgönguleið.  Það er ekki ólíklegt að afgangur af sæði liggi í þvagrásinni og skolist út þegar þú ferð að pissa.  Það er þó ekki alveg í lagi að finna til, það er spurning hvort þessi sviði sé vegna þess að þú sért með lítil sár á kóngnum, gætir hafa rispast við rúnkið án þess að finna fyrir því?  Þá gæti hjálpað að nota sleipiefni þegar þú ert að fróa þér.    Það gæti líka hjálpað að pissa fljótlega eftir rúnkið til að skola þvagrásina og koma þannig í veg fyrir að sæði liggi í rásinni í einhvern tíma.  Það á þó ekki að valda neinum sviða en þú gætir prófað til að sjá hvort þetta lagast.

Ef þetta heldur áfram þá ættir þú að tala við lækni og láta kanna hvort þú gætir verið með þvagfrærasýkingu, sérstaklega ef sviðinn er mikill við að pissa eða ef þér finnst þú þurfa oft að pissa.  Einnig er möguleiki á að þetta sé sveppasýking en þá fylgir oftast kláði líka.  Ef þig klæjar þá getur þú keypt þér krem í apóteki sem heitir Daktacort.  Það er óhætt að prófa það, það eyðir sveppasýkingu og er græðandi.  Þú þarft ekki lyfseðil til að fá það.

Þessi ráð miðast að því að þú hafir ekki stundað kynlíf með öðrum, því ef svo er þá verður þú fyrst og fremst að ganga úr skugga um að þú sért ekki með kynsjúkdóm.  Þú gerir það hjá lækni á heilsugæslunni í þínu hverfi eða pantar tíma á göngudeild húð-og kynsjúkdóma.  Ef þú hefur ekki stundað kynlíf með öðrum þá er engin hætta á kynsjúkdómasmiti.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar