Það brýtur mig niður hversu fá „like“ ég fæ á Facebook, á það að skipta máli?

232

hæ hæ

hvað er málið með þessi likes á facebook og instagram og því öllu, þetta virkilega brýtur mig og örugglega fleiri einstaklinga þarna úti. Þessi likes eiga semsagt að segja til um hversu vinsæl/ll þú ert þú þarft að hafa einhvað sérstakt mikið af like-um til þess að fóki líki við þig annars ertu talinn sem nobody, þetta er svo mikil grimmd . til dæmis vinkona mín verður alltaf rosalega sár ef að hún fær ekki yfir 120 likes. Sjálf hef ég verið rosalega sátt með mig og hvernig ég lýt út, með rosa gott sjálfstraust, ég á vini, strákar sýna mér athygli, ég á kærasta sem hrósar mér alltaf fyrir að vera sætasta stelpan sem hann hefur séð. En í hvert skipti sem ég breyti um forsíðumynd á facebook fæ ég ekkert ofsalega mikil likes við erum að tala um svona 20 og eitthvað mesta sem ég hef fengið eru 60 likes sem mér fynnst alveg rosalega mikið. En ég breytti um forsíðumynd um daginn og ég fékk 15 likes og mér leið alveg rosalega illa og fór að efast sjálfan mig og fór bara í hálfgerða þunglyndi svo nöldrar vinkona min um þessi 120 likes sem hún er að fá séu of lítið og fer að efast sig. Seinustu daga er mér bara ekkert búið a líða vel 🙁

Sæl og takk fyrir spurninguna.

Þú virðist hafa það ágætt í hinum raunverulega heimi; átt kærasta sem þykir vænt um þig, ert með sjálfstraust og átt vini. „Vinir“ og „likes“ í netheimum eiga ekki að skipta þig svona miklu máli. Hugaðu frekar að samböndum við þína nánustu frekar en að velta þér upp úr einhverjum sýndarsamböndum. Fólk getur átt þúsundir vina á facebook en það á engin svo marga raunverulega vini. Ég skil það vel að það getur verið sárt að einhverjir, eins og vinkona þín, fái fleiri like á eitthvað sem hún setur á netið, en ef þú hugsar nú vandlega um það þá ætti það kannski ekki að draga þig svona mikið niður. Það ert þú sem lætur „like-in“ skipta máli en ekki öfugt. Þú segist hafa sjálfstraust en kannski hefur vinkona þín það ekki og þetta gæti verið hennar leið til styrkja sjálfa sig, þ.e. með að upphefja sig með hversu vel henni gengur á samfélagsmiðlum.

Fólk setur inn forsíðumyndir til að sýna hvernig það lítur út. Þætti þér ekki skrýtið ef að 120 manns myndu segja við þig að þau líkuðu við það hvernig þú litir út þann daginn? Er þá ekki betra að eiga kærasta sem segir að þú sért sætasta stelpa stelpa sem hann hefur séð?

Ég vona að svarið hafið hjálpa þér og haltu áfram að trúa á sjálfa þig í hinum raunverulega heimi.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar