Það er vond lykt af typpinu mínu

761

Ég er 17 ára strákur og ég er með áhyggjur af svolitlu. Það er vond lykt af typpinu mínu, búið að vera þannig lengi. Það eru einnig svona hvítir spots undir forhúðinni minni. Ég veit ekki hvort lyktin sé af þeim, en ég finn allavega ekkert fyrir þeim en þeir eru þarna, frekar litlir. Ég veit ekki hvernig ég get lýst lyktinni, kannski svolítið eins og fiskifnykur af þessu…. Ég er ekki kynferðislega virkur, þannig ekki getur þetta verið kynsjúkdómur,er það? Það er samt ekkert vandamál með typpið, ég get pissað og stundað sjálfsfróun og það er ekkert vont eða neitt. Ég hef samt mjög miklar áhyggjur af þessu, einhver séns að einhver viti hvað gæti verið að?

Hæhæ

Það er rétt hjá þér að þú getur nú verið nokkuð áhyggjulaus yfir þvi að þetta sé kynsjúkdómur, það er nokkuð pottþétt. Þetta er alls ekkert óeðlilegt og mjög oft fáum við svona spurningu. Það er ekkert óeðlilegt við það að lykt fari að verða meira áberandi á þessum aldri og hvítu bólurnar eru heldur ekkert til að hafa áhyggjur af. Vertu bara duglegur að þvo þér. Á hverjum degi skaltu þvo undir forhúðina með volgu vatni og þurrka vel á eftir. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ef lyktin heldur áfram að pirra þig eða þig fer að klæja í bólurnar eða þær breytast eitthvað þá er minnsta málið að panta bara tíma hjá heimilislækni. Þeir hafa fengið þessar spurningar milljón sinnum og það er ekkert að skammast sín fyrir að láta skoða þetta.

Mundu, hreinlæti númer eitt og gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar